54. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 18. maí 2015 kl. 15:10


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 15:10
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 15:10
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 15:48
Karl Garðarsson (KG), kl. 15:10
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 15:10
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 15:10
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 15:10
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 15:10

Ögmundur Jónasson og Birgitta Jónsdóttir voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Þorbjörn Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:10
Fundargerð 51. og 52. fundar voru samþykktar.

2) Rekstur og starfsemi sendiskrifstofa Íslands. Skýrsla til Alþingis Kl. 15:12
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson, kynntu skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Bílanefnd ríkisins. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 15:25
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson, kynntu skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Samningar um æskulýðsrannsóknir. Skýrsla Kl. 15:38
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson, kynntu skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Verðlagsnefnd búvara og ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara. Skýrsla til Alþingis Kl. 16:00
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson, kynntu skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Útflutningsaðstoð og landkynning. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 16:34
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson, kynntu skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) Önnur mál Kl. 16:39
Nefndin fjallaði um verksvið Ríkisendurskoðunar samkvæmt lögum í tengslum við frumvarp til laga um Ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreiknings.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:45